| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Hún er sofnuð síðsta blund,

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Á árunum milli 1920-30 höfðu strákarnir í Smjördalahverfinu í gamla Sandvíkurhreppi gaman af því að setja saman vísur.
Slátrað var kú á einum bænum og strákarnir eða einhver þeirra orti þessa vísu.
Hún er sofnuð síðsta blund,
sú má vera fegin.
Er nú dregin út á grund,
afhausuð og flegin.